Lausnarmót snúast um vandamál og lausnir. Fyrirtæki og stofnanir setja fram krefjandi og skemmtilegar áskoranir og þátttakendur takast á við að leysa þau í teymum. Lausnarmót er þannig blanda af forritunar og viðskiptaþróunarkeppni. Þau eru sérstaklega áhugaverð leið til að fá utanaðkomandi aðila að borðinu og mörg fyrirtæki nota lausnarmót sem vettvang til að finna hæfileikaríka einstaklinga.