Featured Video

Description


Brúin er pakki sem inniheldur aðferðafræði, kosningakerfi, greiningarhugbúnað og teymi sem lækkar aðgangsþröskuld fyrirtækja og stofnanna að notendamiðaðri hugbúnaðarþróun í gegnum sjálfvirknivæðingu. Enginn þessara þátta getur staðið á eigin fótum en saman mynda þeir pottþétta heild.


Við ætlum að innleiða aðferðafræði róttækrar notendadrifnar þróunar í hugbúnaðarteymin sem vinna í lausnum fyrir heilbrigðiskerfið. Við ætlum að valdefla heilbrigðisstarfsfólk í ákvarðanatöku um stefnu hugbúnaðarins sem þau þurfa að nota á hverjum degi og bjóða þeim sem raunverulega þurfa að nota afurðirnar að borðinu.